Reykjavíkurborg

Saman mótum við Reykjavík framtíðarinnar

Skoðaðu verkefnin

verkefnin

Hugmyndafræðin í hnotskurn

  • Þú ert í forgrunni

    Við leggjum höfuðáherslu á að þarfir borgarbúa séu ávallt hafðar að leiðarljósi. Stuðst verður við notendaprófanir til þess að hlusta, sjá, læra og skilja.Nánar
  • Þjónusta fyrir alla

    Við kortleggjum þjónustu Reykjavíkurborgar, gerum hana skilvirkari og þægilegri fyrir alla íbúa borgarinnar.Nánar
  • Opnar lausnir

    Við styðjum við lausnir sem hafa gefið góðan árangur. Við notum opinn og frían hugbúnaðar og þannig lækkum við kostnað og stuðlum að aukinni sjálfbærni.Nánar

Nýjast af blogginu

Þjónustustefna Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg er fyrst og fremst þjónustuaðili og Reykvíkingar eru því viðskiptivinirnir hennar. Þess vegna leggjum við áherslu á að veita íbúum og gestum aðgengilega, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu.

Velferðartækni

Tilgangur vefsíðunnar er að miðla upplýsingum um starfsemi velferðartæknismiðju og vekja áhuga á notkun velferðartækni. Að ná til notenda / framtíðarnotenda velferðartækni og byggja upp notendasamfélag. Fá ábendingar um nýja tækni og áskoranir í velferðarmálum þar sem velferðartækni gæti komið að notkun.

Vefstefna Reykjavíkurborgar

Okkar markmið er að gera rafæna þjónustu að fyrsta valkosti. Á sama tíma viljum við tryggja aðgengi allra íbúa Reykjavíkur að góðri þjónustu sem miðar að þörfum einstaklingsins.

Ný upplýsingakerfi

Með aukinni rafvæðingu vill Reykjavíkurborg einfalda þína vinnu, stytta sporin á sama tíma og þannig stuðla að betri þjónustu. Eitt helsta markmið Rafrænnar þjónustumiðstöðvar er að færa þjónustu borgarinnar nær notendum og hjálpa starfsfólki að velja rafrænt sem fyrsta kost við framsetningu á gögnum og efni fyrir íbúa. https://reykjavik.is/frettir/rafraen-thjonustumidstod-reykjavikurborgar

Rafræn þjónustumiðstöð

Rafræn þjónustumiðstöð (RÞM) tók formlega til starfa í byrjun árs 2017. Hlutverk RÞM er að sinna innri og ytri rafrænni (e. digital) þjónustu og móta framtíðarstefnu Reykjavíkurborgar í rafrænum málum. RÞM er ábyrg fyrir vefstefnu borgarinnar og vefstýringu á t.d. reykjavik.is og innri vef starfsfólks. Vefteymi Reykjavíkurborgar er hluti af Rafrænni þjónustumiðstöð. RÞM starfar þvert á svið og deildir Reykjavíkurborgar og er til ráðgjafar í alls konar starfrænum verkefnum.

Hafa samband

Ef þú vilt vera í sambandi við okkur varðandi ný verkefni eða hugmyndir þá myndum við gjarnan vilja heyra í þér.

Sendu okkur línu